Svæfing fyrir börn og unglinga

Upplýsingar fyrir foreldra/aðstandendur


Á þessari síðu finnur þú upplýsingar sem er gott að lesa ef að barnið þitt á að fara í svæfingu fyrir aðgerð eða vegna rannsókna. Hér getur þú lesið um undirbúning og reglur varðandi föstu tengdar sjúkrahúsdvölinni. Við höfum einnig skrifað um það sem gerist þegar þú og þitt barn komið á Astrid Lindgren barnasjúkrahúsið; hvaða reglur við höfum á skurðdeildinni og á vöknun.

Hér er einnig að finna upplýsingar um ólíkar tegundir af svæfingum, hættur við svæfingar ásamt tillögum um það hvernig sé best að undirbúa og upplýsa börn á ólíkum aldri um það sem kemur til með að gerast á sjúkrahúsinu. Góð leið til að undirbúa sig fyrir sjúkrahúsdvöl er að lesa - þess vegna finnur þú hér ábendingar um góðar bækur og fræðirit fyrir bæði foreldra og börn.

Ef þú hefur fleiri spurningar eftir að hafa lesið þessar upplýsingar skaltu endilega skrifa þær niður og spyrja okkur þegar við hittumst á sjúkrahúsinu!

Með kærri kveðju

Starfsfólk svæfingardeildarinnar Barnasvæfingardeild, Astrid Lindgren barnasjúkrahúsið.

//Search

twitter icon

Astrid Lindgren Children´s Hospital | Karolinska University Hospital 171 76 Stockholm


© Karolinska University Hospital

mail
Logotype